Hraðinn drepur..

Flott þessi auglýsing, en ég spyr mig oft afhverju svona mörg slys eru hérlendis, á þessu litla landi okkar.

Ég held að það þurfi alvarlega að fara að ala upp börnin okkar, hérna er allt svo frjálst og æðislegt að unglingarnir okkar fá að gera hvað sem þeim sýnist, vera úti langt fram eftir nótt, drekka um 15 ára og er það ekki sjaldgæft að foreldrar 17 ára pilta og 16 ára stúlkna leyfi þeim að gista hjá hvort öðru..

Enda virðist það vera svo að það eina sem unglingunum okkar er kært sé að eiga flottan bíl eða vera töff, og stúlkurnar þurfa að klæðast sem efnisminnstu fötunum og helst fá sér sílikon í brjóstin!

Á djamminu er svo hellt í sig eins miklu áfengi og dópi og hægt er og farið inní næsta sko til að kynnast "betur"..

Hvað varð um að fara í bíó, eða bjóða út að borða?

Í Bandaríkjunum til dæmis þekkist það vel að á stefnumótum opni pilturinn dyrnar fyrir konunni og borgi fyrir matinn en það er auðvitað alltof mikil klisja hérlendis því það er auðvitað ekki nógu "cool"

Jafnvel ungar mæður hafa varla tíma í að njóta þess að vera mæður með börnunum sínum því þær eru í of miklu þunglyndi yfir hversu brjóstin eru farin að hanga eða hvernig þær geta komið sér aftur í form svo þær verði nú ekki illa útlítandi.. er það eðlilegt?

Það þyrfti líka að taka þessa ungu pilta hér og rasskella þá almennilega, kenna þeim kurteisi og almenna virðingu við bæði foreldra og annað fólk.

Ég skammast mín fyrir ungdóminn okkar, ég ferðast mikið vegna vinnu minnar og dvel oft lengi erlendis og þá sér maður og er hissa yfir hversu kurteist unga fólkið þar er, ungt fólk ber virðingu fyrir hjónabandinu og hvort öðru en heima á klakanum er það alls ekki gert, ekki misskilja mig það eru auðvitað til margar undantekningar en svona yfir á litið þá er þetta vandamálið!

En við erum auðvitað best og mest í öllu, með besta vatnið, hreinasta loftið og ekki má gleyma flottustu konurnar (þó enginn þurfi að vita að þær eru flestar á Herbalife, með silíkon og aflitað hár)

læt þetta duga í bili, þið munuð fá að heyra miklu meira frá mér fljótlega! 

 

 


mbl.is Hraðinn drepur - getuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Get ekki verið meira sammála þér. Ég hef oft verið að miða mín unglingsár við ungdóminn í dag og ég sé einungis sorglega hrörnun á siðgæði og lífsvirðingu. Sjálfur á ég tvö uppkomin börn og er orðinn tvöfaldur Afi. Mín börn fengu vonandi nógu skynsamlegt uppeldi til að halda sér frá veseninu, sem þau hafa algjörlega gert og hafa komið sér ágætlega áfram þótt þau hafi ekki verið í framlínu lífsgæðanna í uppvextinum. 

Skelfing að sjá og upplifa kæruleysið sem einkennir ungdóminn núna, slæmt þótti mér það stundum þegar ég var 14-16 ára, en þegar ég skoða málin í dag, er töluverður munur orðinn.  

Sigurpáll Björnsson, 10.7.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband